Við erum og verðum hér fyrir þig

Við bjóðum almenna bókhaldsþjónustu, árshluta- og/eða ársuppgjör, skattskil og ársreikningagerð. Við erum sérfræðingar í bókhaldskerfinu Reglu sem er framsækið og nútímalegt bókhaldskerfi. Bókhaldskerfið Regla býður upp á mikla sjálfvirkni og því erum við fljótari að vinna fyrir þig. Afstemningar verða miklu einfaldari þegar notast er við Reglu. Rafrænn innlestur bankareikninga og kreditkorta beint inn í bókhaldskerfið gerir alla vinnu auðveldari og minnkar allan innslátt.

Af hverju að velja Verum?

Við stillum upp fyrir þig

Þú undirbýrð gögnin

Við bókfærum og allt hitt

Almennt bókhald

VERUM SÉR UM SÍNA

Við vinnum bókhaldið í nánu samstarfi við þig. Við getum séð um allt frá útgáfu reiknings og kröfuseðils til uppgjörs og skattskila eða einstaka hluta bókhaldsins. Þú getur t.d. séð um útgáfu reikninga og/eða framkvæmt launakeyrslur  en við um bókhaldið.

Þú hefur aðgang að þínum bókhaldsfulltrúa sem leggur sig fram við að þekkja þínar þarfir. Við leggjum áherslu á góð og persónuleg samskipti á öllum sviðum.

Undir almenna bókhaldsþjónustu fellur útgáfa reikninga (tekjufærsla) á rafrænu eða pdf formi, bókun reikninga sem kostnaður, eignfærslur eða skuldafærslur, fylgt eftir að bókhaldslyklar stemmi eftir bókun tímabils s.s. launalyklar og látum þig vita í tíma ef gera þarf ráðstafanir.

Skil á virðisaukaskatti, staðgreiðslu og öðrum launatengdum gjöldum er leikur einn hjá okkur.

Skattframtal & ársreikningar

MEIRI YFIRSÝN & MINNA STRESS

Ársreikningur gefur þér og þínu fyrirtæki meiri yfirsýn yfir rekstur fyrirtækisins síðastliðið ár og er því ekki aðeins plagg sem krafa er til að skila inn til ríkisskattsjóra. Ársreikningur síðasta árs getur þannig hjálpað og bætt reksturinn á núverandi ári.

Verum hjálpar fyrirtækjum sem og einstaklingum með gerð skattframtals og ársreikninga.

Námskeið í þínu eigin bókhaldi

MEIRA VALD OG MEIRI HRAÐI

Við bjóðum þér kennslu á þitt eigið bókhald í bókhaldskerfinu Reglu. Þú kemur með þitt bókhald, færð kennslu í bókhaldsfræðum og vinnubrögðum og færð heimaverkefni. Með aukinni þekkingu munt þú fá betri yfirsýn og getur fyrr tekið ákvarðanir sem varða afkomu.

Sérfræðingur í rekstri